Rúsínukökur langömmu Lilju

IMG_1119_2Innihald: / 2 bollar haframjöl / 2 1/2 bolli fínmalað spelt / 2 tsk vínsteinslyfitduft / 1/2 tsk salt / 1 bolli hrásykur / 1 bolli rúsínur / 1/2 bolli kókosolía / 1/2 bolli smjör / 2 egg

  1. Setjið hveiti, sykur, salt og vínsteinslyftiduftið í hrærivélina.
  2. Blandið haframjöli og smátt söxuðum rúsínum saman við.
  3. Blandið fitunni saman við, ég tók smjörið úr ísskápnum vel áður þannig að það var mjúkt en hafði kókosolíuna fljótandi (vatnsbað).
  4. Þetta deig var of mjúkt til að búa til sívalinga svo ég setti það bara í skál og inn í ísskáp og beið þar til það hafði stirðnað. Ég var ekkert að rúlla því upp í mjóa sívalinga.
  5. Búið svo til litlar kökur og bakið við 180 gr þar til gullið.

IMG_1137_2-2

Það eru akkúrat svona einfaldar smákökur sem eru uppáhalds jólasmákökurnar á mínu heimili. Þessi uppskrift af rúsínukökum kemur til mín frá tengdamömmu minni en þær voru alltaf bakaðar á hennar æskuheimili og heiðrar hún minningu Lilju móður sinnar á hverju ári með því að baka þessar smákökur. Hér fyrir neðan er upprunalega uppskriftin en ég fékk góðfúslegt leyfi til að færa uppskriftina aðeins nær mínum takti og heppnuðust þær bara ljómandi vel. Ég vildi ekki breyta uppskriftinni of mikið og notaði fínmalað, lífrænt spelt í staðinn fyrir hveiti, minnkaði sykurmagnið og notaði hrásykur í stað sykurs og skipti smjörlíkinu út fyrir smjör og kókosolíu.

photo 2-11

Lilja átti fallega matreiðslubók sem í dag er fjölskyldufjársjóður. Aftast í bókinni hennar skrifar Björn Þ. Þórðarson eiginmaður hennar þessi fallegu orð sem eru skrifuð 15. september 1951:

IMG_1140

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Björn og Lilja árið 2002. Björn var háls-, nef og eyrnalæknir og var einnig mikill listmálari. Fallega myndin á veggnum er eftir hann.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Lilja dó árið 2004 en tvíburarnir mínir fæddust um mánuði eftir að að hún kvaddi. Hér er hún ásamt Eddu tengdamömmu með Eddu Berglindi mína nýfædda árið 2002.

 

Bordi2

 

Kókosmakkarónur með pistasíum og trönuberjum

IMG_1059_2

 

IMG_1087_2Innihald: / 120 g kókosmjöl / 2 egg / 60 g erýtrítol m stevíu / 1 tsk vanillu extrakt / sítrónubörkur af einni sítrónu (allra helst lífræn) / 25 g kókosolía (fljótandi) / smá salt

Súkkulaði : / 50 g bráðið súkkulaði (jafnvel aðeins meira ef þið viljið hafa súkkulaðið þykkt) / 1 tsk kókosolía (fljótandi) / 1 msk pistasíuhnetur / nokkur trönuber eða annar þurrkaður ávöxtur

  1. Hitið ofninn í 175 gr.
  2. Þeytið saman egg, sykur, vanillu, sítrónubörk og salt þangað til verður létt og ljóst, getur tekið smá tíma.
  3. Hrærið olíunni og kókosmjölinu út í og látið standa í amk. 15 mínútur eða þar til kókosmjölið hefur dregið í sig vökvann og deigið er orðið frekar stíft. Mér fannst 15 mínútur of stuttur tími svo ég setti skálina inn í ísskáp í ca. klukkustund.
  4. Mótið litlar keilur úr tæplega 1 msk af deiginu og setjið á bökunarpappír.
  5. Bakið í ofni í ca. 8-10 mínútur og takið úr ofninum þegar þær byrja að gyllast því ef deigið er of lengi í ofninum verður það alltof þurrt.
  6. Látið alveg kólna.
  7. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
  8. Saxið pistastíuhneturnar niður og trönuberin. Það er hægt að nota hvaða ávöxt sem er eins og þurrkað mangó og jafnvel að nota þurrkað, sætt engifer.
  9. Dýfið flata endanum á keilunum í súkkulaðið, jafnvel 2X og setjið á bakka með mjórri endann niður.
  10. Stráið pistasíunum og berjunum yfir.
  11. Geymist í kæli í ca. viku og lengur í frysti.
  12. Njótið!

IMG_1081_2

Tími á jólanammi og þetta nammi er svo fallegt og sætt eitthvað. Uppskriftin kemur frá frábærri síðu sem heitir http://atastylovestory.com en ég notaði trönuber, fannst eitthvað svo jólalegt að nota rauða litinn :)

 

Bordi2

 

 

Súkkulaðinammi

IMG_0691_2Innihald: / 200 g dökkt súkkulaði / trönuber / pistasíuhnetur / gojiber / valhnetur / appelsínubörkur.

  1. Bræðið súkkulaðið við vægan hita í vatnsbaði.
  2. Setjið bökunarpappír á plötu sem kemst í ísskáp eða frysti.
  3. Dreifið yfir súkkulaðið gróft söxuðum pistasíum, valhnetum, gojiberjum, trönuberjum og kókosflögum. Líka gott að raspa appelsínubörk yfir. Þið getið notað það sem ykkur finnst gott ofaná súkkulaðið.
  4. Skellið í ísskápinn eða frystinn þangað til súkkulaðið er orðið kalt og brjótið þá í bita.

IMG_0655_2

IMG_0669_2

 

Bordi2

Gulrótarkaka úr kókoshveiti

IMG_0841_2Innihald: / 1 bolli kókoshveiti / 3/4 bolli hlynsíróp / 1/2 bolli kókosolía (fljótandi) / 8 egg (stofuheit) / 1 msk kanill / 1 tsk engifer / 1/2 tsk múskat (nutmeg) / 1/2 tsk salt / 1 msk sítrónusafi / 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft / 1 tsk matarsódi / 2 bollar rifnar gulrætur.

Krem: / 300 g rjómaostur / 150 g sukrin melis eða flórsykur / 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar / smá sítrónusafi.

  1. Hitið ofninn í 180 gr. og notið tvö 23 cm kökuform.
  2. Setjið öll innihaldsefnin nema gulræturnar í hrærivél og hrærið saman.
  3. Bætið síðast gulrótunum út í.
  4. Setjið deigið í formin og bakið í 20-25 mín.
  5. Látið kólna alveg áður en þið setjið kremið á milli botnanna og yfir.
  6. Skreytið með rifnum gulrótum og berið fram með þeyttum rjóma.

IMG_0860_2

Þessi uppskrift er frá heimasíðunni http://detoxinista.com. Hrikalega góð gulrótarkaka.

 

Bordi2

 

Ljómandi grænt boost

IMG_0787_2Innihald: / 1/2 greip / 1/2 grænt epli / 1/3 gúrka / handfylli grænt salat / 1/2 sítróna / handfylli mynta eða kóríander / 1 tsk chiafræ / 1 bolli vatn eða kókosvatn / 2 tsk græna bomban.

  1. Setjið allt í blandarann og mixið saman.
  2. Ef þið viljið nota djúsvél þá djúsið þið greipið, eplið, gúrkuna, salatið, sítrónuna og kryddjurtirnar og hrærið svo restinni út.

Grænu bombuna hef ég tekið lengi. Hún er öflug og næringarrík jurtabanda sem fæst í Jurtaapótekinu sem inniheldur spirulina, bygggras, steinselju, cholrellu og rauðrófur. Hún styrkir ónæmiskerfið, örvar brennslu hitaeininga, lækkar kólesterólið í blóðinu og vinnur gegn öldrun ásamt því sem hún hreinsar lifrina, styrkir flóruna í ristlinum og brýtur niður fitu. Græna bomban inniheldur m.a. amínósýrur, beta-karótín, fólínsýru, járn, joð, kalk, kalíum, kísil, magnesíum, selen, SOD-ensím, zink, A-vítamín, B12-vítamín, C-vítamín, E-vítamín.

Uppskriftin af þessum annars basíska djús er innblásin frá I Quit Sugar Cookbook eftir Sarah Wilson. Hún segist drekka svona djús þá daga sem hún nær ekki að borða eins hollt og hún mundi vilja. Chiafræin og greipið, sem er mjög C-vítamínríkt, þykkja hann aðeins og skapa áferðina.

Svona til gamans má geta þá á ég hæfileikaríka frænku sem er hönnuður og heitir Inga Sól. Hún hannaði einstaka lampaseríu úr endurunnum mjólkufernum og skírði lampana Ljómandi. Hvorug okkar vissi af því að við hrifumst svona af sama orðinu fyrr en fyrir stuttu. Hér getur þú kíkt á lampana hennar :)

Bordi2

 

“Marsípan” bitar

IMG_0603Botn: / 1 bolli möndlumjöl / 2 msk hlynsíróp / 1 msk kókosolía (fljótandi) / 1/4 tsk möndludropar eða extraxt / smá salt.

Kókosfylling: / 1 bolli kókosmjöl / 3 msk hlynsíróp / 2 msk kókosolía (fljótandi) / 1 msk vatn.

Súkkulaði: / 1/4 bolli kakóduft / 1/4 bolli kókosolía (fljótandi) / 2 msk hlynsíróp.

  1. Setjið bökunarpappír í form, ég notaði venjulegt jólakökuform.
  2. Setjið kókosolíukrukkuna í heitt vatn svo olían verði fljótandi.
  3. Blandið öllu sem er í botninum saman í skál, hrærið vel saman þar til verður að deigi og pressið slétt í botninn á forminu.
  4. Blandið öllu sem er í kókosfyllingunni saman og hrærið vel. Setjið yfir botninn og sléttið.
  5. Búið til súkkulaðið í skál, pískið smá til að fá fallega áferð á það og hellið yfir.
  6. Setjið í frysti og tilbúið eftir 1-2 tíma.
  7. Skerið í fallega bita og berið fram beint úr frysti, það er betra að bera þá fram kalda.

Þessir ótrúlega einföldu og meiriháttar góðu bitar komu alveg óóótrúlega á óvart. Þvílíkt nammi. Ég held ég sé búin að finna jólakonfektið mitt svo gott er þetta.

 

IMG_0574 IMG_0580

IMG_0615Ég fann þessa dásemdar dásemd á detoxinista.com

Bordi1

Rauða pestóið hennar Ragnhildar

IMG_0506Innihald: / 100 gr möndlur / 1 krukka sólþurrkaðir tómatar / 50 gr fersk basil / 1-2 hvítlauksrif / 1 rautt chili / 1-2 msk hunang / safi úr 1/2 lime / smá salt.

  1. Byrjið á að rista möndlurnar á pönnu.
  2. Malið möndlurnar frekar gróft í matvinnsluvél og takið frá.
  3. Setjið alla krukkuna af sólþurrkuðu tómötunum í matvinnsluvélina ásamt olíunni og öll hin innihaldsefnin.
  4. Hrærið síðan möndlunum saman við með sleif.
  5. Það gæti þurft að setja smá auka olíu út í.
  6. Tilbúið.

IMG_0480Vinkona mín hún Ragnhildur Eiríksdóttir bauð mér og vinkonum okkar í hádegisverð og gerði handa okkur dásamlega súpu, heimabakað brauð og þetta klikkaða pestó. Ég fékk uppskriftina hjá henni og er búin að gera þessa uppskrift svo oft síðan að nú græja ég þetta pestó með augun lokuð. Alveg ómótstæðilega gott. Takk elsku Ragnhildur, þú ert snillingur.

 

Heimagert sushi

IMG_7922Sushihrísgrjón: / 3 bollar sushi hrísgrjón eða stutt hýðishrísgrjón / 3 1/3 bolli vatn (10% meira en grjón).

  1. Skolið grjónin vel í köldu vatni. Mér finnst best að leggja þau í bleyti í 10-15 mín og hella af þeim 3-4x þar til vatnið er orðið glært. Tekur þá ca. 45-60 mín. Þetta er gert til að losna við umfram sterkju. Ef þetta er ekki gert verða grjónin klístruð og ónothæf eftir suðu.
  2. Þegar búið er að skola grjónin þá setjiði þau í pott sem er ekki of breiður og vatnið mælt út í.
  3. Næst er lok sett á pottinn og stillt á háan hita. Um leið og grjónin byrja að sjóða (gufa sleppur framhjá lokinu) má ALLS EKKI taka lokið af pottinum heldur er stillt á lágan hita og tími tekinn í 15 mín. Ef þið notið hrísgrjónasuðupott þá verða grjónin alltaf fullkomin.
  4. Gerið edikblönduna (sjá neðar).
  5. Eftir þessar 15 mín er potturinn tekinn til hliðar og látinn standa í aðrar 15 mín.
  6. Þá má taka lokið af, grjónin sett á breytt fat og edikblöndunni dreift vel yfir á meðan hrært er varlega í með trésleif.
  7. Gott er að kæla grjónin og velta þeim fram og aftur með léttum hreyfingum þar til engir kekkir eru eftir.
  8. Grjónin eru tilbúin þegar þau eru stofuheit.
  9. Ég sá Sollu nota quinoa í einum þætti af Heilsugenginu sem er svo miklu hollara og ég ætla svo sannarlega að prófa það. Hér sérðu hvernig á að sjóða quinoa.

Edikblanda: / 1/2 bolli hrísgrjónaedik / 1/4 bolli hrásykur / 1/2 tsk salt.

  1. Sjóðið saman í potti þar til allt er uppleyst (ca.1-2 mín).

Að gera maki-rúllur:

  1. Leggið nori þarablað á bambusmottu og látið glansandi hliðina snúa niður.
  2. Setjið hrísgrjónin á 2/3 hluta noriblaðsins, smá brún á að vera auð á blaðinu nær ykkur og ca. 3 cm fjær ykkur (grjónin mega alveg vera aðeins hærra upp á noriblaðinu en myndin sýnir). Þrýstið þeim niður með höndunum. Grjónin eiga að vera ca. 1/2 cm þykk á blaðinu.
  3. Smyrjið þunnu lagi af wasabi mauki langsum á grjónin.

IMG_0538

  1. Ég setti smá spicy mayo (sjá neðar) þar ofaná, ekki alveg það heilsusamlegasta en… svooo gott.

IMG_0547

  1. Hér notar þú hugmyndaflugið og það sem þér finnst gott. Ég notaði t.d. lax sem ég skar í þunnar ræmur, avocado, gúrku og klettasalat. Í aðrar rúllur notaði ég bara gúrku og avocado því krakkarnir borða það en ég setti alltaf wasabi maukið fyrst (alls ekki mikið) og svo majónesið. Ég skar einnig niður rauða papriku og setti í nokkrar rúllur.

IMG_0571

  1. Notið bambusmottuna til að hjálpa ykkur að rúlla þessu þétt upp. Byrjið á endanum næst ykkur og rúllið svo frá ykkur en togið alltaf á móti til að þetta verði þétt (vona að þetta skiljist).
  2. Gott er að bleyta kantinn efst til að loka blaðinu svo rúllan límist vel saman.
  3. Skerið í bita og berið fram með soja- eða tamarisósu og pikluðu engifer.

Spicy mayonaise: / japanskt majónes (fæst t.d. í asískum matvörubúðum) og sterk chilisósa blandað saman. Ég kaupi stundum bara tilbúið spicy majo á Tokyo sushi.

Soyasósa/tamarisósa er alltaf notuð með sushi til að krydda sushi-ið og oft er wasabi maukið sett út í hana til að gefa meira bragð. Ég nota alltaf tamarisósu því hún er búin til úr óerfðabreyttum, lífrænum sojabaunum, er glútenlaus og náttúrulega gerjuð.

Wasabi er japönsk, græn piparrót sem er rotverjandi og bakteríudrepandi og er sett á nigiribita og innan í maki rúllur en aðeins í litlu magni því hún er rótsterk.

Piklað engifer er borðað milli bita til að sótthreinsa munninn, hreinsa bragðlaukana og bæta meltinguna.

Hún Hildigunnur vinkona mín, sem eldar svo ótrúlega góðan mat, dró mig einu sinni fyrir nokkrum árum á sushi námskeið. Ég ætlaði varla að nenna því ég hélt ég mundi aldrei hafa það í mér að búa til sushi heima og svo er Hildigunnur svo skemmtileg að ég gat ekki sagt nei við hana. Síðan þá hef ég oft gert sushi og sé sko aldeilis ekki eftir því að hafa drifið mig með henni. Það er mjög gaman að búa til sitt eigið sushi en þið þurfið að gefa ykkur smá tíma því í það. Það tekur ca. 45 mín að skola grjónin og svo 1/2 tíma að sjóða þau. Síðan þarf að kæla þau og þá getiði byrjað að rúlla þannig að þetta er ekki eitthvað sem er gert á hálftíma. Ef þið skoðið myndina hér að ofan þá notaði ég bæði venjuleg hvít grjón og brún hrísgrjón. Þau hvítu er auðveldara að vinna með og krökkunum finnst þau betri en mér fannst mjög gaman að prófa hin. Hvít grjón eru nú ekki alveg það hollasta í heimi svo næst ætla ég að prófa að nota quinoa eins og áður sagði. Bambusmottan sem ég nota keypti ég í EPAL og er frá STELTON.

Verði ykkur að góðu!

 

Grænt pestó

IMG_0520Innihald: / 50 gr fersk basílika / 35 gr klettasalat / 50 gr furuhnetur / 100 gr parmesan ostur / 1 1/2 dl kaldpressuð ólífuolía / nokkur svört piparkorn / smá sítrónusafi.

  1. Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og maukið vel saman.

Mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga eitthvað svona álegg í ísskápnum og ef ég á ekki pestó, hummus eða eitthvað annað mauk þá finnst mér ég eiginlega ekki getað fengið mér neitt almennilegt á milli mála. Mér finnst gott að nota klettasalat með basílikunni en það er ekki nauðsynlegt og þá notið þið bara 50 gr af basílíkunni og minnkið magnið af ostinum í ca. 80 gr. og 1 dl af olíunni. Uppskriftin verður líka aðeins minni þannig en við borðum svo mikið af þessu að það dugar ekkert minna en að gera væna uppskrift. Einnig má leggja furuhneturnar í bleyti í smá stund en það er ekki nauðsynlegt. Það er líka hægt að rista þær en það er heldur ekki nauðsynlegt. Pestó geymist í kæli í ca. 3 daga þá helst út af sítrónusafanum sem lengir aðeins geymslutímann.

Hér studdist ég við uppskrift frá Ebbu sætu :)

photo-pesto

Sítrónukaka

photo-7Innihald: / 1 1/2 bolli (ca 180gr) möndlumjöl / 1/4 tsk kardimomma / 2 tsk vínsteinslyftiduft / 4 egg (rauður og hvítur aðskildar) / 1/2 bolli kókospálmasykur (skipt í helming) / 1/2 bolli kókosolía / 1/2 tsk vanillusykur  / 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar / 1/2 tsk sítrónudropar / rifinn sítrónubörkur af einni sítrónu (ca 1/2 tsk) / smá sítrónusafi / 1 tsk hvítt edik / smá salt

  1. Smyrjið 20 cm (8 in) kökuform eða klippið til bökunarpappír i botninn. Þessi uppskrift/kaka er frekar lítil.
  2. Setjið möndlumjöl, kardimommu og vínsteinslyftiduft í skál og geymið til hliðar.
  3. Skiljið að eggjarauður og hvítur. Setjið eggjarauðurnar bara beint í hrærivélaskálina og hvíturnar í skál sem þið getið þeytt þær í. Passið vel að engin rauða sé í hvítunum þá verða hvíturnar ekki léttar og loftkenndar eins og við viljum.
  4. Hrærið saman í hrærivél eggjarauðum, rúmlega helmingnum af sykrinum, kókosolíunni, vanillusykrinum, vanilludropunum, sítrónudropum og sítrónusafanum. Hér má líka nota sítrónuilmkjarnaolíu frá t.d. Young Living en þá er nóg að setja bara 6-7 dropa.
  5. Bætið þurrefnunum út í og að lokum sítrónuberkinum. Deigið er frekar klístrað og á ekki að vera þurrt.
  6. Þeytið hvíturnar. Ég gerði það s.s. í annarri skál með handþeytara. Byrjið rólega og þegar loftbólur byrja að myndast setjið þá smá salt út í ásamt edikinu því það hjálpar hvítunum að flottar. Bætið síðan restinni af sykrinum út í hvíturnar hægt og rólega og hrærið saman.
  7. Setjið eggjahvíturnar saman við deigið rólega svo deigið verði léttara.
  8. Bakið í ca. 30 mínútur við 175 gráður.

Þessi litla kaka er alveg dásamleg en það er búið að taka nokkrar tilraunir í að mastera hana. Fyrst varð hún rosalega stökk að utan en það var vegna þess að eitthvað tókst ekki nógu vel með eggjahvíturnar hjá mér. Ég notaði líka mjög mikið af skálum fyrst en nú er ég búin að einfalda vinnuaðferðina eins og ég mögulega get. Ég elska möndlu, sítrónu- og vanillubragð og vantaði hollan staðgengil möndlukökunnar með bleika kreminu. Þessi gefur henni ekkert eftir. Fjölskyldan mín eru bestu dómararnir á það sem tekst vel og ekki vel hjá mér og maðurinn minn sem borðar aldrei kökur borðaði hálfa kökuna loksins þegar hún tókst vel svo ég varð að gera hana aftur til að ná almennilegri mynd af henni. En það eru bestu meðmælin og gladdi mig óendanlega mikið :) Svo er þetta uppáhaldskakan hans Bjarka míns. Eddu kaka er gulrótarkakan svo nú eigum við bara eftir að finna uppáhaldið hennar Hönnu Birnu sykursætu :)

Ég studdist við uppskrift af http://www.simplyrecipes.com en breytti henni smá.

IMG_8652

1 2 3 4 5 10